Smásögur / Ljóð

mánudagur, 29. október 2007

Haust í Berlín - Vetur á Akureyri

Það var mjög fínt í Berlín, við gistum á virkilega góðu hóteli og ekki spillti fyrir að það var mjög vel staðsett. Veðrið var milt haustveður, ca 8-10 gráður en sólin lét ekki sjá sig (manni varð þó hvorki of heitt né of kalt) og við röltum um borgina, sátum á kaffihúsum, fórum þrisvar út að borða, kíktum í búðir (2 peysur voru nú allur afraksturinn hjá mér) og (einhverra hluta vegna) aðeins á eitt einasta safn, DDR safnið sem greinir frá lífi fólks í Austur-Þýskalandi fyrir fall múrsins, og var afar fróðlegt að sjá. Eitthvað hljótum við að hafa gert fleira sem ég man ekki í augnablikinu, en aðaltilgangi ferðarinnar (sem var að hafa það gaman saman, slappa af og fá smá upplyftingu í hverdaginn) var að minnsta kosti náð :-)

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Mér þykir afskaplega vænt um það þegar fólk gefur sér tíma til að skrifa mér nokkrar línur. Ef þú ert ekki skráður notandi (með Google account) hakaðu þá við "Nafnlaus" og skrifaðu bara nafnið þitt undir.
Bestu kveðjur,
Guðný