Smásögur / Ljóð

föstudagur, 3. ágúst 2007

Gaman í vinnunni

Það hefur verið stríður straumur fólks í Potta og prik undanfarnar vikur og ekkert nema jákvætt um það að segja. Margir eru að koma í fyrsta skipti en svo erum við líka komnar með svokallaða fastakúnna, þ.e. trygga viðskiptavini, og það er alveg frábært. Og það er svo skemmtilegt að vera í vinnunni þegar er mikið að gera. Maður fær tækifæri til að spjalla við fullt af fólki og fyrir manneskju eins og mig, sem hefur gaman af því að hitta fólk, þá er þetta draumastarf :-)

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Mér þykir afskaplega vænt um það þegar fólk gefur sér tíma til að skrifa mér nokkrar línur. Ef þú ert ekki skráður notandi (með Google account) hakaðu þá við "Nafnlaus" og skrifaðu bara nafnið þitt undir.
Bestu kveðjur,
Guðný