Ég bætti við einu ári í gær þegar ég sagði að við hjónin hefðum verið gift í 18 ár, þau eru víst bara 17. Miðaði við aldurinn á Andra og fannst allt í einu sem sonurinn væri orðinn ári eldri en hann er. Heilastarfsemin ekki alveg uppá sitt besta...
Annars var afmæliskaffi í gærkvöldi og við steingleymdum að taka myndir. Þetta er náttúrulega engin frammistaða! En þar voru bóndanum færðar ýmsar gjafir og má segja að hæst hafi borið ullarsokkar og gúmmískór sem Kiddi og Sunna færðu honum :-)
Og svo ég fari nú úr einu í annað þá er ég að reyna að herða mig upp í að taka morgunskammtinn af lýsi. Ég er tiltölulega nýbyrjuð á því, tók reyndar fyrst fiskiolíu frá sama fyrirtæki en ætlaði svo að færa mig yfir í lýsið. Hryllir bara svo mikið við því að mér verður eiginlega hálf óglatt bara að hugsa um að taka það. Spurning að færa sig aftur yfir í fiskiolíuna, hún er ekki alveg jafn slæm á bragðið.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli
Mér þykir afskaplega vænt um það þegar fólk gefur sér tíma til að skrifa mér nokkrar línur. Ef þú ert ekki skráður notandi (með Google account) hakaðu þá við "Nafnlaus" og skrifaðu bara nafnið þitt undir.
Bestu kveðjur,
Guðný