Mikið sem veðrið er yndislegt. Ég er að vinna núna (já og stelast til að blogga), með hurðina galopna út og hlýr sunnanvindurinn (sem angar reyndar af sinubruna í augnablikinu) streymir hér inn. Í viðbót við brunalyktina ber hann með sér svifryk frá umferðinni hér fyrir utan og það hefur jú í för með sér að við þurfum að vera duglegar að þurrka af, en það er bara ekki hægt að hafa lokað út í svona góðu veðri. Svo eru allir viðskiptavinirnir brosandi og glaðir í góða veðrinu.
Ferðin suður gekk vel, við vorum á fullu allan miðvikudaginn og fórum á milli heildsala og búsáhalda- og gjafaverslana. Það var mjög fróðlegt að sjá hvað aðrar verslanir eru að selja og við lentum á löngu spjalli við eigendur nokkurra þeirra. Allt í allt var þetta hin fínasta ferð.
Annars er Andri fyrir sunnan núna, í menningarferð með menntaskólanum. Um næstu helgi er svo Ísak að fara suður, í fótboltafeð, þannig að heimilisfólkið er heldur betur á ferð og flugi þessa dagana.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli
Mér þykir afskaplega vænt um það þegar fólk gefur sér tíma til að skrifa mér nokkrar línur. Ef þú ert ekki skráður notandi (með Google account) hakaðu þá við "Nafnlaus" og skrifaðu bara nafnið þitt undir.
Bestu kveðjur,
Guðný