stendur fyrir dyrum hjá okkur Sunnu. Við ætlum að bruna suður í kvöld, gista hjá vinkonum í nótt og eyða morgundeginum í að heimsækja heildsala og skoða aðrar búsáhaldaverslanir. Brunum svo aftur norður annað kvöld. Þetta verður sem sagt sannkallaður skot-túr en vonandi náum við samt að gera margt.
Annars er bara allt við það sama hér. Rigningarsuddi í dag og mér skilst að spáð sé rigningu fyrir sunnan á morgun. Held að ég láti þetta gott heita í bili. Ef lesendur þessarar síðu vita um einhverjar flottar búsáhaldaverslanir í höfuðborginni þá eru allar ábendingar vel þegnar. Verslanir eru jú sífellt að koma og fara og ekki víst að við Sunna vitum um þær allar.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli
Mér þykir afskaplega vænt um það þegar fólk gefur sér tíma til að skrifa mér nokkrar línur. Ef þú ert ekki skráður notandi (með Google account) hakaðu þá við "Nafnlaus" og skrifaðu bara nafnið þitt undir.
Bestu kveðjur,
Guðný