Smásögur / Ljóð

laugardagur, 17. febrúar 2007

Tíminn líður hratt

á gervihnattaöld...
Ef mig misminnir ekki þá er þetta lína úr Gleðibankanum (sem einu sinni keppti í söngvakeppni evrópsku sjónvarpsstöðvanna). Ætli yrði ekki frekar talað um tölvuöld í dag? Alla vega, tilefni þess að mér datt þessi laglína í hug er 17. ára afmæli Andra. Mér finnst svo ógurlega stutt síðan hann fæddist og svo er hann að fá bílpróf á næstunni. Já, það er víst um að gera að njóta þessara blessaðra barna meðan þau eru hérna hjá okkur því allt í einu, eins og hendi sé veifað, eru þau orðin fullorðin. En það sem ég vildi sagt hafa:
Innilega til hamingju með afmælið Andri minn :-)

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Mér þykir afskaplega vænt um það þegar fólk gefur sér tíma til að skrifa mér nokkrar línur. Ef þú ert ekki skráður notandi (með Google account) hakaðu þá við "Nafnlaus" og skrifaðu bara nafnið þitt undir.
Bestu kveðjur,
Guðný