Smásögur / Ljóð

laugardagur, 17. febrúar 2007

Tómt í kotinu

Afmælisbarnið er farið í partý hjá öðrum afmælisbörnum, Ísak er á Hrafnagili með fótboltanum og við "gömlu" hjónin ein heima (reyndar eru kettirnir heima líka). Við skelltum í tvær afmæliskökur í dag (fullkomið jafnrétti hér á bæ, ég gerði aðra og Valur hina) og svo eldaði Valur (þar fauk jafnréttið fyrir borð) dýrindis nautasteikur í kvöld. Að öðru leyti fór afmælið tíðindalítið fram, það er á svona dögum sem maður saknar fjölskyldunnar (í Danmörku, Noregi, Reykjavík og Keflavík) og vildi óska að hægt væri að hóa í liðið í kaffi.

Ekki var samt tíðindalítið í Pottum og prikum en þar hafði verið brotist inn um bakdyr í nótt. Sem betur fer fór viðkomandi ekki í búðina sjálfa en skildi allt eftir á rúi og stúi á litla lagernum okkar. Svo fór hann uppá efri hæðina þar sem pabbi hennar Sunnu á heima, og fór að sofa í rúmi húsráðenda sem ekki voru heima og þar kom Sunna að honum í dag. Það var mildi að þetta hefur verið rólyndismaður, við fyrstu sýn lítur ekki út fyrir að neitt hafi verið eyðilagt og engu stolið. Já, þetta er Akureyri í dag...

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Mér þykir afskaplega vænt um það þegar fólk gefur sér tíma til að skrifa mér nokkrar línur. Ef þú ert ekki skráður notandi (með Google account) hakaðu þá við "Nafnlaus" og skrifaðu bara nafnið þitt undir.
Bestu kveðjur,
Guðný