Smásögur / Ljóð

miðvikudagur, 14. febrúar 2007

Það er alltaf gaman að fá pakka

Áðan kom ég upp á efri hæðina eftir sjónvarpsgláp kvöldsins og fann þá pakka með nafninu mínu á. Þar sem ég á ekki afmæli fyrr en í nóvember kom sendingin gleðilega á óvart. Ekki minnkaði ánægjan þegar ég sá innihaldið, tvær bækur sem systir mín hefur þýtt úr norsku yfir á íslensku og eru gefnar út af Vöku-Helgafelli (önnur heitir Málað á stórt og smátt, hin heitir Minningaalbúm - hefðbundið og stafrænt skrapp). En það var ekki allt, nei hún hafði stungið tveimur norskum "konublöðum" með í pakkann líka, KK og HENNES. Þannig að nú hef ég aldeilis úr nógu að moða.

Þakka þér kærlega fyrir sendinguna Anna mín :-)

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Mér þykir afskaplega vænt um það þegar fólk gefur sér tíma til að skrifa mér nokkrar línur. Ef þú ert ekki skráður notandi (með Google account) hakaðu þá við "Nafnlaus" og skrifaðu bara nafnið þitt undir.
Bestu kveðjur,
Guðný