Smásögur / Ljóð

laugardagur, 30. desember 2006

Er svo glöð

yfir því hvað ég jafnaði mig fljótt í bakinu. Uppgötvaði að ég gat synt bæði skrið- og bakskriðsund þrátt fyrir verkinn og held að það hafi aldeilis gert mér gott. Hver svo sem ástæðan er hef ég að minnsta kosti aldrei náð mér af bakverk á svona stuttum tíma áður :-) Því miður er Kiddi hennar Sunnu núna kominn með í bakið svo þetta er greinilega að ganga hér í götunni... sendi honum hér með batakveðjur.

Er sem sagt í voða góðum gír í augnablikinu, búin að fara í sund í morgun með bóndanum (hann dreif mig á lappir, ég hefði örugglega snúið mér á hina hliðina og haldið áfram að sofa ef hann hefði ekki ætlað í sund líka), búin að fá mér ágætis brauð úr Bakaríinu við brúna, búin að klippa bóndann (vikuleg klipping með sauðaklippunum... ;-) búin að þvo eina þvottavél og setja í aðra og svo ætla ég að fá mér heilsubótargöngu á eftir (ganga í vinnuna). Sem sagt góð byrjun á góðum degi!

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Mér þykir afskaplega vænt um það þegar fólk gefur sér tíma til að skrifa mér nokkrar línur. Ef þú ert ekki skráður notandi (með Google account) hakaðu þá við "Nafnlaus" og skrifaðu bara nafnið þitt undir.
Bestu kveðjur,
Guðný