Smásögur / Ljóð
▼
föstudagur, 29. desember 2006
Rólegheit
Er í vinnunni og það er svoooo rólegt. Nokkuð sem er víst eðlilegt svona skömmu eftir jól. Gott að slappa aðeins af eftir allan hasarinn í desember en það er auðvitað miklu skemmtilegra að vera í vinnunni þegar er mikið að gera. Reyndar eru næg verkefni fyrir höndum; vinna í heimasíðunni (ákveða uppsetningu og setja inn vörur, markmiðið er að það verði hægt að versla á síðunni), gera áætlanir, færa bókhald, reyna að ná í skottið á þeim sem raða í plássin á Glerártorgi (erum að spá í að reyna að komast þangað inn þegar torgið verður stækkað)... og örugglega eitthvað fleira. En það eina sem ég nenni að gera í augnablikin er að lesa mér til um vörurnar sem við erum að selja, blogga og borða sælgæti (Sunna þú veist þá af hverju Makkintossið er að klárast ;-) Held að ég láti þetta gott heita, er frekar andlaus í augnablikinu.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli
Mér þykir afskaplega vænt um það þegar fólk gefur sér tíma til að skrifa mér nokkrar línur. Ef þú ert ekki skráður notandi (með Google account) hakaðu þá við "Nafnlaus" og skrifaðu bara nafnið þitt undir.
Bestu kveðjur,
Guðný