Það heyrir til tíðinda að við systkinin komum öll saman - hvað þá að tekin sé mynd af okkur saman - og þar af leiðandi datt mér í hug að birta þessa mynd sem var tekin í áttræðisafmæli mömmu í september síðastliðnum. Að vísu vorum við öll rauðeyg á myndinni en með því að fikta í einhverju myndvinnsluforriti tókst mér að eyða rauða litnum. Spurning samt hvort við erum eitthvað skrýtin til augnanna eftir þá meðferð, en það skrifast þá alfarið á vankunnáttu mína í þessum efnum ;-)

Engin ummæli:
Skrifa ummæli
Mér þykir afskaplega vænt um það þegar fólk gefur sér tíma til að skrifa mér nokkrar línur. Ef þú ert ekki skráður notandi (með Google account) hakaðu þá við "Nafnlaus" og skrifaðu bara nafnið þitt undir.
Bestu kveðjur,
Guðný