Smásögur / Ljóð

mánudagur, 16. janúar 2006

Loksins komst Ísak í trommukennslu

eftir langa bið. Hann pantaði (með dyggri aðstoð föður síns) trommusett í gegnum ShopUSA snemma í sumar og við vorum svo bjartsýn að halda að hann kæmist í Tónlistarskólann í haust. En þar var bara langur biðlisti... Svo það var mikil gleði þegar Tónræktin, sem er einkarekinn skóli, auglýsti trommukennslu núna í byrjun árs. Fyrsti tíminn var í kvöld og það var afar glaður og kátur snáði sem kom hlaupandi út í bíl að honum loknum. Þegar heim var komið fór hann beint út í bílskúr að æfa sig ;-)

Á meðan hann var í tímanum fór ég í Bónus. Þar hitti ég hvorki meira né minna en þrjár konur sem ég þekki og þurfti að sjálfsögðu að spjalla við. Eini gallinn var sá að ég hitti þær allar inni í kælinum, þannig að mér var orðið ansi kalt þegar ég kom þaðan út. Þar var þó a.m.k. betra loft heldur en í röðinni á kassanum. Þar lenti ég á eftir manni sem lyktaði svo hræðilega af tóbaki að mér varð hálf óglatt og fékk höfuðverk, bara af því að standa við hliðina á honum í nokkrar mínútur. En blessaður maðurinn hlýtur að reykja alveg svakalega mikið, annars myndi hann varla lykta svona!

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Mér þykir afskaplega vænt um það þegar fólk gefur sér tíma til að skrifa mér nokkrar línur. Ef þú ert ekki skráður notandi (með Google account) hakaðu þá við "Nafnlaus" og skrifaðu bara nafnið þitt undir.
Bestu kveðjur,
Guðný