biluðu fyrir nokkru síðan (datt úr þeim einhver skrúfa) og það tók mig eilífðartíma að fara með þau í viðgerð. Sem er ekki gott því mér verður svo illt í augunum (og fæ gjarnan höfuðverk í kjölfarið) ef ég er ekki með þau. Svo fór ég loks í fyrradag og lét laga þau og var með þau í gær í vinnunni. Þvílíkur munur! Í dag tókst mér svo að gleyma þeim heima... og um tíuleytið var ég alveg búin í augunum. Tók mér óvenju langa kaffi(te)pásu til að hvíla mig en ætla núna að ganga heim og sækja blessuð gleraugun. Fínt að fá smá hreyfingu í leiðinni, slá tvær flugur í einu höggi.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli
Mér þykir afskaplega vænt um það þegar fólk gefur sér tíma til að skrifa mér nokkrar línur. Ef þú ert ekki skráður notandi (með Google account) hakaðu þá við "Nafnlaus" og skrifaðu bara nafnið þitt undir.
Bestu kveðjur,
Guðný