Smásögur / Ljóð

miðvikudagur, 21. september 2005

Afmælisbarn dagsins er mamma

en hún er hvorki meira né minna en 79 ára, sem er náttúrulega enginn aldur ;O) Til hamingju með daginn mamma! Nú hefði verið gott að skreppa í smá afmæliskaffi, kannski fá pönnukökur með rjóma eða ostaköku... Það er algjört hallæri að búa svona langt frá öllum ættingjum sínum - aldrei afmæliskaffi, engin jólaboð o.s.frv. En svona er þetta bara og það þýðir víst ekkert að væla yfir því.

Lífið er frekar fábreytt þessa dagana - vinna, sofa, synda og fara stöku sinnum í leikfimi. Þarf endilega að taka mig á, hitta fleira fólk og gera eitthvað skemmtilegt! Á reyndar miða á tónleika með norsku söngkonunni Sissel Kyrkjebø í Háskólabíói þann 1. okt. og verð að reyna að drífa mig þangað. Hef samt varla tíma til þess, það er svo þétt dagskrá hjá mér í kennslunni. Auk þess er ég að kenna þennan áfanga í fyrsta skipti og það þýðir bara eitt: hrikalega mikinn undirbúning fyrir hvern tíma. Er aftur farin að spá í framhaldsnám en finnst margt flókið við það. Langar helst til Skotlands en mikla þetta fyrir mér, Andri vill ekki fara frá félögum sínum í heilt ár, Valur þarf að fá vinnu úti, við þyrftum að leigja húsið og ..... hvað í ósköpunum gætum við gert við kettina?

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Mér þykir afskaplega vænt um það þegar fólk gefur sér tíma til að skrifa mér nokkrar línur. Ef þú ert ekki skráður notandi (með Google account) hakaðu þá við "Nafnlaus" og skrifaðu bara nafnið þitt undir.
Bestu kveðjur,
Guðný