Smásögur / Ljóð

mánudagur, 19. september 2005

Var "klukkuð" af Æri

og þó ég hafi ekki hugmynd um hvað "klukk" er þá skilst mér að leikurinn felist í því að setja niður á blað fimm staðreyndir um sjálfan sig. Eigi veit ég hvort Ærir hefur gert sér grein fyrir því - en það að finna fimm hluti er mér nærri því ofviða. Ég get þó ekki annað en tekið áskoruninni þannig að ...

1. Ég fæddist ekki á sjúkrahúsi eins og velflestir jafnaldrar mínir, heldur fæddist ég á Sjónarhæð þar sem fjölskylda mín bjó á þeim tíma.
2. Ég þjáðist af lyftufælni í mörg ár, en ástæðan fyrir fælninni var óvenju krassandi lýsing á lyftuslysi (af mannavöldum) í bók eftir Arthur Haily sem ég las á unga aldri.
3. Mér finnnst síld einhver sá allra versti matur sem ég hef nokkurn tímann smakkað => ég borða ekki síld!
4. Ég var orðin tvítug þegar ég fór í fyrsta skipti til útlanda, en það var í "Flug og bíl" til Salzburg í Austurríki með mínum ástkæra þáverandi "vini" og núverandi eiginmanni (og vini).
5. Í annarri utanlandsferð nokkrum árum síðar bjargaði Valur mér frá bráðum bana þegar kjötbiti stóð fastur í hálsinum á mér á veitingastað í sveitahéraði skammt frá Costa del sol. "Heimlich" takið kom þar að góðum notum ;-)

Svo mörg voru þau orð. Mér skilst að nú sé um að gera að "klukka" aðra í framhaldinu. Svo ég klukka Hrefnu og Rósu

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Mér þykir afskaplega vænt um það þegar fólk gefur sér tíma til að skrifa mér nokkrar línur. Ef þú ert ekki skráður notandi (með Google account) hakaðu þá við "Nafnlaus" og skrifaðu bara nafnið þitt undir.
Bestu kveðjur,
Guðný