Smásögur / Ljóð

föstudagur, 13. desember 2013

Frábær fyrirlestur


Það eru oft mjög góðir fyrirlestrar á ted.com og þessi hér finnst mér sérlega skemmtilegur. Félags-sálfræðingurinn Amy Cuddy fjallar um það hvaða áhrif líkamsstaða okkar hefur á andlega líðan og hversu valdamikil við upplifum okkur. Það eitt að halda ákveðinni líkamsstöðu í 2 mínútur hefur áhrif á magn testosterons og kortisóls í líkamanum, og skiptir meginmáli varðandi það hvernig annað fólk (og við sjálf, sem er ekki síður mikilvægt) upplifir okkur.

Sjá einnig þessa skýringarmynd, sem tekin er af bloggsíðu ted.com. Ef smellt er á myndina þá kemst maður á bloggsíðuna.





Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Mér þykir afskaplega vænt um það þegar fólk gefur sér tíma til að skrifa mér nokkrar línur. Ef þú ert ekki skráður notandi (með Google account) hakaðu þá við "Nafnlaus" og skrifaðu bara nafnið þitt undir.
Bestu kveðjur,
Guðný