Smásögur / Ljóð
▼
sunnudagur, 8. apríl 2012
Gróðurinn að vakna úr dvala
Vildi óska að hið sama væri hægt að segja um mig... Er eiginlega lögst í dvala ef eitthvað er, enda eru páskar yfirleitt tími afslöppunar hér í húsinu. Ekki er fjölskylduboðum fyrir að fara og við ekki þau duglegustu að bjóða heim (enda erfitt þegar húsfrúin er alltaf að drepast úr þreytu). Fyrstu dagana finnst mér reyndar óskaplega notalegt að slaka bara á, því það er helst í jóla- og páskafríum að hægt er að slappa af með góðri samvisku. En svo fer þessi eilífðar-afslöppun að verða helst til leiðigjörn. Þannig að í dag fór ég alla leið út í garð... með myndavélina. Þar sá ég að náttúran lætur góða veðrið gabba sig, og tré og runnar komnir með brum. Eins og sjá má t.d. á þessum myndum.


Engin ummæli:
Skrifa ummæli
Mér þykir afskaplega vænt um það þegar fólk gefur sér tíma til að skrifa mér nokkrar línur. Ef þú ert ekki skráður notandi (með Google account) hakaðu þá við "Nafnlaus" og skrifaðu bara nafnið þitt undir.
Bestu kveðjur,
Guðný