Já það er víst sama hver á afmæli, alltaf kemur sú staðreynd upp í hugann, hvað tíminn líður svakalega hratt. Ef einhver hefði spurt mig og ég svarað án þess að hugsa mig um, þá hefði ég ábyggilega giskað á að það væru ca. 3-4 ár síðan við Sunna keyptum verslunina Daggir af pabba hennar og breyttum í Potta og prik. Tíminn hefur sem sagt flogið áfram og þessi 5 ár eru lengsti vinnutími minn á sama stað, merkilegt nokk. Þrátt fyrir kreppu og samdrátt í kjölfarið, erum við bara nokkuð brattar og ég er bjartsýn á framhaldið. Við fáum líka mikið af jákvæðum athugasemdum frá viðskiptavinum sem eru ánægðir með verslunina og vöruúrvalið. Það yljar í hvert einasta sinn.
Og nú er ég ótrúlega andlaus í augnablikinu og sýnist að ég sé ekki að skrifa meira í bili. Kannski seinna í dag...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli
Mér þykir afskaplega vænt um það þegar fólk gefur sér tíma til að skrifa mér nokkrar línur. Ef þú ert ekki skráður notandi (með Google account) hakaðu þá við "Nafnlaus" og skrifaðu bara nafnið þitt undir.
Bestu kveðjur,
Guðný