Smásögur / Ljóð

sunnudagur, 30. október 2011

Fínn dagur í vinnunni í gær

Við Sunna og Anna skiptumst á að vinna laugardagana með helgarstarfsfólkinu okkar. Þannig að þriðja hvern laugardag vinn ég frá 13-17 en helgarfólkið vinnur 10-16 á laugardeginum og 13-17 á sunnudeginum. Stundum er svo lítið að gera á laugardögum að það er eiginlega ekki þörf á tveimur starfsmönnum, en stundum er bara töluvert að gera og þá munar miklu að vera tvær. Í gær var þannig dagur. Það var erill á Glerártorgi, enda Valhopp í gangi (afsláttur í verslunum) og þar að auki hellirigndi allan daginn og þá er jú ágætis afþreying að fara í verslunarmiðstöð. Þegar klukkan var orðin fimm var enn þá svo margt fólk í húsinu að ég ákvað að vera aðeins lengur í vinnunni. Það borgaði sig líka, því ég seldi fyrir nærri 20 þús. í viðbót. Þannig að heim var ég ekki komin fyrr en 17.45 en ánægð eftir góðan dag. Og góður dagur varð enn betri þegar Valur eldaði sína dásamlegu fiskisúpu í kvöldmatinn. Mín súpa var með kókosmjólk í staðinn fyrir rjóma en kom engu að síður mjög vel út. Svo horfðum við í rólegheitum á Barnaby á dönsku stöðinni um kvöldið.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Mér þykir afskaplega vænt um það þegar fólk gefur sér tíma til að skrifa mér nokkrar línur. Ef þú ert ekki skráður notandi (með Google account) hakaðu þá við "Nafnlaus" og skrifaðu bara nafnið þitt undir.
Bestu kveðjur,
Guðný