Smásögur / Ljóð

föstudagur, 28. október 2011

Ég fór í svokallaða indíánagufu í gærkvöldi

með kvennaklúbbnum mínum. Við erum nú reyndar nánast að gefa upp öndina sem klúbbur sýnist mér, en við mættum fjórar af sex í gufuna. Þetta er tveggja tíma prógram þar sem skipst er á að vera inni í gufunni og frammi. Það var dekrað við okkur m.a. með nuddi og þurrburstun milli tímans inni í gufubaðinu, og ég mæli svo sannarlega með svona kvöldstund. Ég var alveg endurnærð á eftir, fannst mér.

Svo endurnærð og upprifin raunar, að mér gekk frekar illa að sofna í gærkvöldi, og gerði síðan þau mistök að sofa of lengi í morgun. Hugsaði með sjálfri mér að ég þyrfti á hvíldinni að halda... Hef verið í þeim gír alla vikuna að reyna að hvíla úr mér þreytuna, sem er líklega röng aðferðafræði. Að minnsta kosti virðist það ekki vera að virka sérlega vel.

En í dag er dásamlegt veður og ég afrekaði að fara út að ganga áðan. Alveg heilan hring í hverfinu... hehe. Velti því fyrir mér í smá stund að fara út með myndavélina en ég er bara einhvern veginn ekki í ljósmyndastuði þessa dagana.

Nú styttist hins vegar í vinnu og best að fara að græja sig.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Mér þykir afskaplega vænt um það þegar fólk gefur sér tíma til að skrifa mér nokkrar línur. Ef þú ert ekki skráður notandi (með Google account) hakaðu þá við "Nafnlaus" og skrifaðu bara nafnið þitt undir.
Bestu kveðjur,
Guðný