Smásögur / Ljóð

sunnudagur, 14. ágúst 2011

Snilldar hrökkbrauð

Ég hef verið að prófa nokkrar brauð og muffinsuppskriftir sem innihalda ekkert hveiti, með misjöfnum árangri. Í gær skellti ég í hrökkbrauð, sem er jafn gott og það er einfalt.

5 egg
2 1/2 dl.  sólblómafræ
1/2 dl.  sesamfræ
1/2 dl.  möluð hörfræ
1/2 dl.  saxaðar valhnetur
1 tsk. salt

Öllu blandað saman og hellt í smurða ofnskúffu. Bakað í miðjum ofni við 190 gráður í 10-11 mín.
Skerið í bita af æskilegri stærð þegar hefur kólnað aðeins. Geymist í ísskáp í 4-5 daga. Hentar vel að frysta og þiðnar á nokkrum mínútum. Því miður fylgir engin mynd... en já mér finnst þetta mjög gott :)

1 ummæli:

  1. Þessa uppskrift líst mér mjög vel á og ætla að prófa!

    SvaraEyða

Mér þykir afskaplega vænt um það þegar fólk gefur sér tíma til að skrifa mér nokkrar línur. Ef þú ert ekki skráður notandi (með Google account) hakaðu þá við "Nafnlaus" og skrifaðu bara nafnið þitt undir.
Bestu kveðjur,
Guðný