Smásögur / Ljóð

miðvikudagur, 18. maí 2011

Jamm og jæja

Klassísk fyrirsögn á bloggfærslu þegar ég veit ekkert hvað ég ætla að tala um. Ég veit reyndar heldur ekki hvað ég ætla að hafa í matinn í kvöld, en ég veit að ég er að fara í nudd núna á eftir. Þá kem ég heim klukkan fimm, hálf undirlögð eins og alltaf eftir nuddið, og ekki er nú líklegt að mér detti þá eitthvað sniðugt í hug. En já á meðan ég var að skrifa þetta datt mér samt eitthvað í hug. Súpa var það heillin. Hvað er betra í rigningu og skítakulda en heit og góð súpa? Það er meira að segja til afgangur af lambalæri í ísskápnum frá því að Andri og vinir hans voru að elda saman á laugardagskvöldið, og ég get notað kjötið í súpuna í staðinn fyrir nautagúllasið sem á að vera samkvæmt uppskriftinni.

En já tíminn flýgur og ég þarf að gera mig klára fyrir nuddið. Best að hætta þessu blaðri.

P.S. Mér tóks að segja/skrifa "En já" tvisvar sinnum í ekki lengri texta, geri aðrir betur ;)

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Mér þykir afskaplega vænt um það þegar fólk gefur sér tíma til að skrifa mér nokkrar línur. Ef þú ert ekki skráður notandi (með Google account) hakaðu þá við "Nafnlaus" og skrifaðu bara nafnið þitt undir.
Bestu kveðjur,
Guðný