- og lífið gengur sinn vanagang að nýju. Ég fékk meira að segja kaffi hjá honum núna áðan, en það var ekki kveikt á kaffivélinni þann tíma sem hann var í burtu. Einu sinni hélt ég alltaf að kaffi væri svo óhollt fyrir mig, en ég er eiginlega að skipta um skoðun varðandi það. Ég hef nefnilega verið með svo lágan blóðþrýsting á köflum undanfarið og þá er bara gott að fá sér smá kaffi til að hækka þrýstinginn :)
Annars eru bara þvílík rólegheit framundan um helgina. Veðrið býður ekki uppá miklar ljósmyndaferðir og það er svo sem ágætt, því gamla er svo þreytt núna. Það kemur samt alltaf fram þessi tilfinning að nú eigi ég að vera dugleg og gera eitthvað. Ég get einhvern veginn aldrei slappað bara af með góðri samvisku og hugsað með sjálfri mér að nú sé ég að hlaða batteríin fyrir komandi viku. Held að það tengist því eitthvað að þegar maður notar alla orku sína utan heimilis virka daga, þá finnst manni að um helgar eigi að gera eitthvað fyrir heimilið. Svo kannski ég reyni að safna mér aðeins saman og gera eitthvað af viti. Eða ekki... Það væri líklega gáfulegra að hvíla sig.
Ég á samt ennþá eftir að klára að fara í gegnum fataskápinn minn og taka úr umferð föt sem ekki eru í notkun + skipta út vetrarfötum fyrir sumarföt. Þó það sé nú ekki mjög sumarlegt þessa dagana reyndar... en Valur var að skoða veðurspána og ég hef eftir honum að veðrið eigi að skána uppúr næstu helgi.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli
Mér þykir afskaplega vænt um það þegar fólk gefur sér tíma til að skrifa mér nokkrar línur. Ef þú ert ekki skráður notandi (með Google account) hakaðu þá við "Nafnlaus" og skrifaðu bara nafnið þitt undir.
Bestu kveðjur,
Guðný