Smásögur / Ljóð

þriðjudagur, 24. ágúst 2010

Skýjakljúfar og ský í háloftunum

er þemað hér í Toronto. Við leigðum íbúð á opnum markaði og erum ekki á hóteli og allt í kringum okkur eru bara eintóm háhýsi. Ég var eiginlega komin með innilokunarkennd af öllum þessum skýjakljúfum og hef aldrei áður séð jafn há hús, né jafn mikið af þeim á jafn litlu svæði. Rétt hjá okkur er svo einn hæsti turn í heimi - en ég man ekki hvað hann er hár...
Þessa þrjá daga sem við höfum verið hér hefur veðrið verið frekar grátt og rignt á köflum svo við höfum ekki farið í neinar lengri ferðir, heldur haldið okkur mest við miðbæinn og svæðið hér í kring. Í dag fórum við í skoðunarferð í opnum strætó en hættum við að fara í siglingu út í eyjarnar hér fyrir utan vegna rigningar. Hárið á mér náði alveg nýjum hæðum í rigningunni, hitanum og rakanum hér :)
Á morgun er spáð einhverri sól og hugsanlega förum við að skoða dýragarðinn, nú eða þá í þessa ferð sem við ætluðum í í dag. Kemur bara í ljós. Og nú vill Ísak komast í tölvuna svo ég er hætt...

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Mér þykir afskaplega vænt um það þegar fólk gefur sér tíma til að skrifa mér nokkrar línur. Ef þú ert ekki skráður notandi (með Google account) hakaðu þá við "Nafnlaus" og skrifaðu bara nafnið þitt undir.
Bestu kveðjur,
Guðný