Smásögur / Ljóð

mánudagur, 2. ágúst 2010

20 ára brúðkaupsafmæli hjá gamla settinu í dag

Já það sem tíminn líður (úff ég held að þetta sé algengasta setningin mín hérna á blogginu). En hann bara líður svo ótrúlega hratt. Mér finnst það eiginlega ekki geta verið komin 20 ár - en Andri er jú líka 20 ára á árinu - og Hrefna verður 27 ára... Hjálp, ég er að verða gömul...

Mér fyndist ég kannski ekki svona gömul ef ég væri í fínu formi en það er ég ekki. Hef bara setið og étið á mig gat í sumarfríinu og safnað spiki. Enda er svo komið að ég er hætt að passa með góðu móti í sumar buxurnar mínar. Þetta gengur náttúrulega ekki lengur! Vandamálið er hins vegar að ég get engan veginn farið í megrun og hef aldrei getað. Í þessi skipti sem ég hef verið sem grönnust þá hef ég bara grennst án þess að gera nokkuð í því sjálf. Ekki fer ég að hlaupa af mér kílóin því ég get jú ekki hlaupið, svo það eina sem kemur til greina er einhvers konar tiltekt í mataræðinu án þess þó að um megrun verði að ræða. Þarf víst að sofa aðeins á þessu ;)

Andri kom heill á húfi frá Vestmannaeyjum og bara í nokkuð góðu ásigkomulagi. Hafði ekki sofið mikið í nótt í riginingunni og rokinu, enda var tjaldið hans ekki mjög skjólgott.

Ég byrja aftur að vinna á morgun eftir notalegt 2ja vikna sumarfrí. Það verða smá viðbrigði því ég hef jú bara legið í leti í fríinu og farið seint að sofa og seint á fætur. Við höfum farið í nokkrar ljósmyndaferðir en ferðuðumst ekki meira vegna þess að Valur var svo óheppinn að skera sig í fingurinn og vildi ekki taka neina áhættu með hann, enda hendurnar hans atvinnutæki nr. 1.

En já, bloggið er víst að deyja út, meira að segja mamma komin á facebook og allir þar. En ég held nú samt áfram að blogga annað slagið, bara svona fyrir sjálfa mig.

3 ummæli:

  1. Til hamingju með daginn "gömlu" hjón!

    SvaraEyða
  2. Guðný mín, ég les alltaf bloggið þitt þótt við séum í sambandi bæði gegnum síma, skype og fb. Endilega skrifa áfram :-)

    SvaraEyða
  3. Takk Andri minn :)

    Já Anna mín, ég held áfram að skrifa, bara spurning um tíðni og innihald, en það hefur svosem alltaf verið þannig :)

    SvaraEyða

Mér þykir afskaplega vænt um það þegar fólk gefur sér tíma til að skrifa mér nokkrar línur. Ef þú ert ekki skráður notandi (með Google account) hakaðu þá við "Nafnlaus" og skrifaðu bara nafnið þitt undir.
Bestu kveðjur,
Guðný