Smásögur / Ljóð

föstudagur, 26. mars 2010

Enn eitt útlitið

Og já, ég er alveg að missa mig í þessu...

Annars bar til þeirra stórtíðinda í gær að til mín kom kona í vinnuna og bauð mér í morgunkaffi til sín í dag. Þvílíkt og annað eins hefur nú bara ekki gerst í mörg ár held ég. Var reyndar töluvert öðruvísi þegar ég var með lítil börn og þekkti fleiri heimavinnandi konur. En já, þannig að ég er bráðum að fara í þetta morgunkaffi og hef ekki tíma til að hringla lengur í þessu bloggi.

Er einhver sem hefur álit á þessu útliti miðað við þetta gráa?

4 ummæli:

  1. Mér finnst betra að hafa dökka stafi á ljósum bakgrunni en öfugt. Þannig að þetta er betra fyrir minn smekk.

    SvaraEyða
  2. Er sammála Fríðu í þessu :-)
    Geri jafnframt ráð fyrir at morgunkaffið hafi verið gott!

    SvaraEyða
  3. Þakka ykkur báðum fyrir að segja ykkar álit :) Ég hef þá dökka stafi á hvítum grunni, en á örugglega eftir að hræra eitthvað meira í restinni af síðunni ;)

    SvaraEyða
  4. Það er nú bjartara yfir þessu, svolítið í stíl við birtuna úti :-)

    Kv
    Sunna

    SvaraEyða

Mér þykir afskaplega vænt um það þegar fólk gefur sér tíma til að skrifa mér nokkrar línur. Ef þú ert ekki skráður notandi (með Google account) hakaðu þá við "Nafnlaus" og skrifaðu bara nafnið þitt undir.
Bestu kveðjur,
Guðný