Smásögur / Ljóð

sunnudagur, 14. febrúar 2010

Uppskrift handa Hrefnu - ef hún vill...

Einu sinni þegar Palli bróðir og fjölskylda komu í heimsókn, fyrir þónokkuð mörgum árum síðan, eldaði ég þennan rétt. Sem Hrefnu fannst þá mjög góður. Einhverra hluta vegna hefur hann þó ekki verið oft á borðum síðan. Í dag var ég að fara í gegnum gamlar uppskriftir og henti heilum helling af uppskriftabæklingum og dóti og rakst þá meðal annars á þessa uppskrift. En þar sem ég ákvað að henda norska bæklingnum sem hún er í, ákvað ég að snara þessu yfir á íslensku og setja á netið, ef ske kynni að Hrefnu langaði að elda þetta einhvern tímann.

Tortellini með ostasósu

1 pk. Tortellini
4 dl. matreiðslurjómi
2 egg
1 fínsaxaður púrrulaukur
1 askja skinkuostur
100 gr. skinka, skorin í strimla
100 gr. rifinn ostur

Salt og pipar.
50 gr. ostur ofan á

Sjóðið pasta eftir leiðbeiningum og látið renna vel af því. Þeytið 1 dl. rjóma saman við eggin. Hitið restina af rjómanum í potti og setið púrrulauk, skinkuost, skinku og rifna ostinn saman við. Bræðið ostinn við hægan hita og hrærið í á meðan. Takið pottinn til hliðar og kælið ostasósuna aðeins áður en rjóma/eggjablandan er hrærð saman við. Bragðbætið með salti og pipar. Leggið soðna pastað í eldfast form og hellið ostasósunni yfir. Stráið osti yfir og hitið í ofni við 225 gráður í ca. 20 mínútur.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Mér þykir afskaplega vænt um það þegar fólk gefur sér tíma til að skrifa mér nokkrar línur. Ef þú ert ekki skráður notandi (með Google account) hakaðu þá við "Nafnlaus" og skrifaðu bara nafnið þitt undir.
Bestu kveðjur,
Guðný