Smásögur / Ljóð

sunnudagur, 7. júní 2009

Þá opnar loks aftur kl. 8 á morgnana í sundlauginni

um helgar og fastagestir og aðrir geta glaðst yfir því. Það væri reyndar í lagi mín vegna að það opnaði kl. 9 en 10 finnst mér hins vegar alltof seint. Svo er líka búið að taka gufubaðið í gegn, pússa upp flísarnar og setja nýja bekki og hurð. Ein sem ég spjallaði við í gær hafði verið svo ægilega glöð af fá gufuna aftur í notkun og skellti sér að sjálfsögðu í gufu um leið og það var hægt. Á leiðinni út rak hún augun í þennan fína takka við hliðinni á hurðinni og hugsaði með sér að þetta væri nú aldeilis orðið fínt, bara hurðaropnari og allar græjur. Svo hún ýtti á takkann... en þá fór eitthvað ægilegt væl í gang, því þetta var sem sagt neyðarhnappur en ekki hurðaropnari ;-)

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Mér þykir afskaplega vænt um það þegar fólk gefur sér tíma til að skrifa mér nokkrar línur. Ef þú ert ekki skráður notandi (með Google account) hakaðu þá við "Nafnlaus" og skrifaðu bara nafnið þitt undir.
Bestu kveðjur,
Guðný