VIð Sunna skelltum okkur suður í innkaupaferð. Lögðum af stað klukkan sex á þriðjudagsmorguninn og komum aftur í gærkvöldi. Þetta gekk allt saman vel en ég er nú ansi dösuð eftir þétta dagskrá þessa tvo daga. Steinsofnaði áðan þegar ég kom heim úr vinnunni, í stað þess að fara út í sólina. Í kvöld þarf ég svo að klára að færa bókhald því það eru víst skil á virðisauka á morgun. En akkúrat núna nenni ég engu, ekki einu sinni að gera salat með kvöldmatnum. Valur er að fara að grilla dýrindis lax, nammi namm.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli
Mér þykir afskaplega vænt um það þegar fólk gefur sér tíma til að skrifa mér nokkrar línur. Ef þú ert ekki skráður notandi (með Google account) hakaðu þá við "Nafnlaus" og skrifaðu bara nafnið þitt undir.
Bestu kveðjur,
Guðný