Þegar ég kom heim á mánudagskvöldið var Valur orðinn eitthvað skrýtinn í hálsinum og hefur verið hás alla vikuna. Nú er hann ennþá verri og ákvað að sleppa fundi í Reykjavík sem hann ætlaði á á morgun. Ísak kom heim úr skólanum í dag með höfuðverk og hálsbólgu og Andri kvartaði um einhvern slappleika í kvöld. Ég er hress... eða væri það ef ég hefði ekki borðað pítsu frá Dominos í kvöldmatinn. Mig langaði í pítsu og fékk mér vel af henni - sem hefur þau áhrif að ég belgist öll út og er illt í maganum. Já, sumir læra aldrei af reynslunni!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli
Mér þykir afskaplega vænt um það þegar fólk gefur sér tíma til að skrifa mér nokkrar línur. Ef þú ert ekki skráður notandi (með Google account) hakaðu þá við "Nafnlaus" og skrifaðu bara nafnið þitt undir.
Bestu kveðjur,
Guðný