Ég er búin að hanga svolítið í tölvunni í morgun og breyta litnum á húsinu okkar í tölvuforriti hjá jotun.no. En gallinn er bara sá að þeir bjóða uppá svo fáa liti og margir eru miðaðir við tréhús sem eru auðvitað allsráðandi í Noregi. Ég fór um helgina og fékk eina litaprufu úti í Húsasmiðju en komin á vegginn er liturinn allt öðruvísi en í bæklingnum... Svo það gagnaðist nú ekki mikið. En jæja, þetta kemur allt með kalda vatninu.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli
Mér þykir afskaplega vænt um það þegar fólk gefur sér tíma til að skrifa mér nokkrar línur. Ef þú ert ekki skráður notandi (með Google account) hakaðu þá við "Nafnlaus" og skrifaðu bara nafnið þitt undir.
Bestu kveðjur,
Guðný