Smásögur / Ljóð

laugardagur, 2. maí 2009

Blogg frá Köben

Við mæðgur, ég, mamma og Hrefna bíðum eftir því að klukkan verði aðeins meira svo við getum farið af stað í strætó og síðan lest til Jótlands. Ferðin hingað í gær gekk vel og úti er rjómablíða. Mér tókst ætlunarverkið og pakkaði bara í eina litla tösku - en gleymdi reyndar líka hlutum sem áttu að fara með s.s. rauðum topp sem ég ætlaði að vera í í fermingarveislunni... En ég verð þá bara í öðrum fötum í staðinn sem eru reyndar ekki alveg jafn fín/sumarleg. Hrefna eldaði þetta líka fína lasagna handa okkur í gær og svo sváfum við í stofunni í nótt. Ég komst að því að það er aðeins meira af umhverfishljóðum í stórborginni en heima á litlu Akureyri en svaf nú vel fyrir því. En jæja, ætli sé ekki best að klára að taka sig til. See you.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Mér þykir afskaplega vænt um það þegar fólk gefur sér tíma til að skrifa mér nokkrar línur. Ef þú ert ekki skráður notandi (með Google account) hakaðu þá við "Nafnlaus" og skrifaðu bara nafnið þitt undir.
Bestu kveðjur,
Guðný