Sem þýðir að ég þarf ekki að vakna klukkan hálfátta eins og venjulega til að koma Ísaki á fætur. Þá er það stóra spurningin: Skyldi ég engu að síður nenna að vakna snemma og fara í sund? Morgunstund gefur gull í mund eins og allir vita - en á hinn bóginn finnst mér ógurlega gott að sofa, sérstaklega þegar daginn er farið að stytta. Og nú kemur Hrefna, alveg undrandi á því að ég sé að blogga aftur í dag. En þó ekki, hún veit að þetta er mitt týpiska munstur, að blogga ekkert í lengri tíma en síðan jafnvel tvisvar sama daginn. Og nú er ég farin að hengja upp þvott.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli
Mér þykir afskaplega vænt um það þegar fólk gefur sér tíma til að skrifa mér nokkrar línur. Ef þú ert ekki skráður notandi (með Google account) hakaðu þá við "Nafnlaus" og skrifaðu bara nafnið þitt undir.
Bestu kveðjur,
Guðný