Smásögur / Ljóð

sunnudagur, 26. október 2008

Meira endalausa magnið af dóti

sem maður sankar að sér í gegnum árin. Það er alveg sama hvað ég reyni að grynnka á þessu, mér finnst þetta aldrei minnka. Í dag ákvað ég að ráðast til atlögu við kassa sem geymir fullt af gömlum myndum í römmum - en vandamálið er bara að ég veit veit ekki hvað ég á að gera við þetta. Rammarnir velflestir komnir á tíma en myndirnar hafa veitt manni ómælda ánægju og ekki stendur til að henda þeim. Það endaði með því að ég tók þær úr römmunum og ætla að henda glerinu en bíða með að taka frekari ákvörðun um myndirnar.

Annars er hér allt á kafi í snjó í dag. Ísak er farinn út í garð með skóflu og ætlar að gera snjóhús, gaman að því.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Mér þykir afskaplega vænt um það þegar fólk gefur sér tíma til að skrifa mér nokkrar línur. Ef þú ert ekki skráður notandi (með Google account) hakaðu þá við "Nafnlaus" og skrifaðu bara nafnið þitt undir.
Bestu kveðjur,
Guðný