Smásögur / Ljóð

þriðjudagur, 9. september 2008

Uss þetta gengur ekki

Var allt í einu að átta mig á því að ég hef nánast ekki tekið neinar myndir í sumar. Annað en Valur sem hefur verið að taka fullt af myndum. Núna síðast hefur hann verið mikið niðri við sjó og tekið myndir af nýju "vinum sínum" hvölunum sem halda til á Pollinum. Nokkrar þeirra mynda eru rosalega skemmtilegar og spurning hvort ég verð ekki bara að fá eina þeirra lánaða hjá honum til að birta hér á síðunni úr því ég er ekki að standa mig í stykkinu.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Mér þykir afskaplega vænt um það þegar fólk gefur sér tíma til að skrifa mér nokkrar línur. Ef þú ert ekki skráður notandi (með Google account) hakaðu þá við "Nafnlaus" og skrifaðu bara nafnið þitt undir.
Bestu kveðjur,
Guðný