Já, það fer víst ekki á milli mála að haustið er komið. Ég tók þessa mynd út um svaladyrnar (eru reyndar ekki lengur svalir þar heldur trappa niður í garðinn), bara svona til að sýna að það snjóaði í fjöll í nótt. Annars hefur septembermánuður fram til þessa verið mjög hlýr, sérstaklega yfir miðjan daginn. Maður kappklæðir sig að morgni því þá er fremur kalt en svo þegar vinnan er búin er maður að kafna úr hita því úti er kannski sól og 18 stiga hiti. Reyndar er hálf skrítið veður úti núna, það er til skiptis sól/sólarlaust og logn/vindur. En akkúrat þegar ég tók myndina var hávaðarok og sólin í felum bak við ský.

Engin ummæli:
Skrifa ummæli
Mér þykir afskaplega vænt um það þegar fólk gefur sér tíma til að skrifa mér nokkrar línur. Ef þú ert ekki skráður notandi (með Google account) hakaðu þá við "Nafnlaus" og skrifaðu bara nafnið þitt undir.
Bestu kveðjur,
Guðný