eru bara dásamlegt fyrirbæri.
Þegar ég var lítil (eða 1967 nánar tiltekið - held ég) flutti ég í Stekkjargerði 7. Um svipað leyti eignaðist ég mína fyrstu bestu vinkonu. Það var hún Rósa sem átti heima gegnt mér, í Stekkjargerði 8. Jafngamlar vorum við, áttum meira að segja báðar afmæli í nóvember, ég þann 12. og hún þann 29. Bernskuárin liðu og við lékum okkur alltaf saman. Reyndar tóku fleiri þátt í leikjunum, hverfið var gjörsamlega fullt af krökkum og mörg okkar vorum fædd á árinu 1964. Í Hamragerði voru tvíburarnir Harpa og Gígja, vinkona þeirra hún Hrefna, Þórdís og Hulda, Ottó í númer ?. Í Stekkjargerði, götunni minni, voru það Össi í númer 3, ég í númer 7, Rósa í númer 8, Sigrún í númer 13 og Heibba í nr. 14. Í Kotárgerði voru það a.m.k. Hildur í nr. 1 og Birna í nr. 7, Bjarni Bjarna í nr. 10 eða 12... og örugglega einhverjir fleiri krakkar þó ég muni ekki nöfnin þeirra í augnablikinu. Þá eru ótalin þau sem áttu afmæli árin á undan eða á eftir - já og allir krakkarnir í Akurgerði sem voru jafn gömul, Maggi Magg, Maggi Ax, Ingibjörg Harðar, Elva Kára, Jóka Gumm... "Those were the days..."
Æ, alla vega the bottom line er - að gamlar vinkonur eru gulls ígildi, jafnvel þótt fólk hafi misst sjónar af hvort öðru um tíma. Munið að meta það sem þið eigið ;-)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli
Mér þykir afskaplega vænt um það þegar fólk gefur sér tíma til að skrifa mér nokkrar línur. Ef þú ert ekki skráður notandi (með Google account) hakaðu þá við "Nafnlaus" og skrifaðu bara nafnið þitt undir.
Bestu kveðjur,
Guðný