Já, það eru margir lausir endar sem þarf að hnýta í sambandi við Glerártorg og endalaust eitthvað sem við Sunna þurfum að velta fyrir okkur og framkvæma. Mikið sem það verður nú gott þegar við verðum fluttar í nýja húsnæðið og getum aftur farið að einbeita okkur að því að reka verslun.
Sumarið er komið - farið - komið aftur - og farið aftur... Það er fremur kuldalegt um að litast úti en þetta hvíta sem fellur af himnum nær þó ekki að setjast á jörðina sem betur fer.
Ég er orðin svo góð í bakinu og fætinum að bráðum verð ég bara alveg eins og ný :-)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli
Mér þykir afskaplega vænt um það þegar fólk gefur sér tíma til að skrifa mér nokkrar línur. Ef þú ert ekki skráður notandi (með Google account) hakaðu þá við "Nafnlaus" og skrifaðu bara nafnið þitt undir.
Bestu kveðjur,
Guðný