hvað maður verður háður þeim tækjum og tólum sem maður hefur í krinum sig. Heimatölvan mín var orðin eitthvað leiðinleg og Valur fór með hana í viðgerð fyrir sléttri viku síðan. Fyrstu dagana saknaði ég tölvunnar svo sem ekkert ógurlega en svo fann ég hvað ég nota hana í raun mikið. Kíki t.d. á póstinn minn á hverjum degi, blogga og les blogg, set myndir inn á tölvuna sem ég hef tekið og vinn í bókhaldinu. Og nú finnst mér orðið tímabært að fara að fá tölvuna MÍNA aftur. Ég kemst auðvitað í tölvu í vinnunni og heima kemst ég í tölvurnar þeirra Vals og Andra - en það er bara ekki það sama...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli
Mér þykir afskaplega vænt um það þegar fólk gefur sér tíma til að skrifa mér nokkrar línur. Ef þú ert ekki skráður notandi (með Google account) hakaðu þá við "Nafnlaus" og skrifaðu bara nafnið þitt undir.
Bestu kveðjur,
Guðný