Smásögur / Ljóð

föstudagur, 22. febrúar 2008

Undarlegur dagur

Ég hélt í gærkvöldið að ég væri að verða veik, leið alveg stórundarlega, var óglatt og ískalt. Þannig að ég þorði ekki annað en hringja og biðja Önnu að vinna fyrir mig í fyrramálið og var sem sagt alveg handviss um að ég yrði ekki í standi til að mæta í vinnu. Svo leið mér nú aðeins skár eftir því sem leið á kvöldið en ákvað að vera ekkert að hringja aftur í Önnu og afturkalla vinnuna hjá henni. Þannig að ég hef verið heima í dag og þó ég hafi ekki beint setið aðgerðalaus heldur unnið í bókhaldinu fyrir Potta og prik, þá finnst mér dagurinn hafa verið svo furðulegur af því ég hef ekki gert neitt af þessu venjulega s.s. fara í sund eða hitta annað fólk. En það stendur til bóta því það er kvennaklúbbur á eftir og ég ætla að skella mér. Kannski ég fari bara gangandi út í þorp, veitir víst ekkert af því að fá mér ferskt loft.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Mér þykir afskaplega vænt um það þegar fólk gefur sér tíma til að skrifa mér nokkrar línur. Ef þú ert ekki skráður notandi (með Google account) hakaðu þá við "Nafnlaus" og skrifaðu bara nafnið þitt undir.
Bestu kveðjur,
Guðný