Er annars í vinnunni og það er rólegt í augnablikinu. Það sem vekur mesta athygli viðskiptavina í búðinni þessa dagana er svokallaður loftgarður, en í honum er hægt að rækta kryddjurtir árið um kring heima í eldhúsi. Valur er heima að elda fylltar kjúklingabringur en hann kom hingað áðan til að sækja ferskt basilikum því við erum með einn garð hérna hjá okkur. En nú er best að reyna að fara að vinna eitthvað fyrir kaupinu sínu...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli
Mér þykir afskaplega vænt um það þegar fólk gefur sér tíma til að skrifa mér nokkrar línur. Ef þú ert ekki skráður notandi (með Google account) hakaðu þá við "Nafnlaus" og skrifaðu bara nafnið þitt undir.
Bestu kveðjur,
Guðný