Smásögur / Ljóð

miðvikudagur, 5. desember 2007

Enn komin hláka

Það er nú meira hvað veðurfarið hér er óstöðugt. Mikið vildi ég bara hafa snjóinn í friði, það er líka miklu bjartara þegar hann er. Til dæmis þá sé ég manninn sem ber út Fréttablaðið mun betur þegar það er snjór... Hann klæðist dökkum fötum, ber engin endurskinsmerki, gengur oft á miðri götunni og í tvígang hef ég verið nálægt því að keyra á hann í því kolsvartamyrkri sem er þegar snjóinn vantar.

Annars finnst mér alveg hrikalega erfitt að vakna á morgnana núna, verð sjálfsagt að vera duglegri að sitja í dagsljósslampanum mínum - eða fara fyrr að sofa á kvöldin...

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Mér þykir afskaplega vænt um það þegar fólk gefur sér tíma til að skrifa mér nokkrar línur. Ef þú ert ekki skráður notandi (með Google account) hakaðu þá við "Nafnlaus" og skrifaðu bara nafnið þitt undir.
Bestu kveðjur,
Guðný