Smásögur / Ljóð

miðvikudagur, 31. október 2007

Það ætlar að ganga erfiðlega að ná hinum fullkomna espresso

Við erum sem sagt farnar að selja espresso-kaffivélar í Pottum og prikum, og ég er að reyna að ná upp einhverri hæfni í að hella uppá gott kaffi. Það gengur misvel, svo ekki sé meira sagt. Alltaf þegar ég held að nú sé ég orðin útlærð í þessu, hef sem sagt náð einum virkilega góðum bolla, þá mistekst næsta uppáhelling... Ég drekk nú eiginlega ekki kaffi en hvað leggur maður ekki á sig fyrir bisnessinn ;-)

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Mér þykir afskaplega vænt um það þegar fólk gefur sér tíma til að skrifa mér nokkrar línur. Ef þú ert ekki skráður notandi (með Google account) hakaðu þá við "Nafnlaus" og skrifaðu bara nafnið þitt undir.
Bestu kveðjur,
Guðný