fyrir utan dekkjaverkstæðið þegar ég kom keyrandi á sumardekkjunum í fljúgandi hálku. Ég gat ekki séð að það væri neins staðar laust pláss fyrir einn bíl í viðbót og ákvað að bíllinn minn gæti alveg eins staðið áfram í bílskúrnum heima eins og í þessari kös. Til að nýta ferðina skrapp ég í Sportver og keypti vettlinga á Ísak og rölti inn í Nettó í leiðinni. Tók bara litla körfu af því ég ætlaði ekki að gera nein stórinnkaup en alltaf bættist meira og meira í körfuna því ég mundi alltaf eftir einhverju fleiru sem vantaði. Þegar ég var svo að seta vörurnar í ísskápinn heima velti ég um koll safafernu sem stóð þar opin, og það sullaðist ávaxtasafi út um allt. Skemmtilegt!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli
Mér þykir afskaplega vænt um það þegar fólk gefur sér tíma til að skrifa mér nokkrar línur. Ef þú ert ekki skráður notandi (með Google account) hakaðu þá við "Nafnlaus" og skrifaðu bara nafnið þitt undir.
Bestu kveðjur,
Guðný