og var bara ekkert eftir mig eftir gönguferðina (smá strengir í lærunum teljast varla með). Var að vinna seinni partinn en eftir kvöldmat fórum við Valur að vinna í garðinum við að reita arfa og snyrta svolítið til. Öll rigningin um daginn hafði afar vaxtarhvetjandi áhrif á arfann og tími til kominn að ráðast á hann. Mikið sem það er nú gott fyrir sálina að vinna í garðinum :-) Annars hefur þetta verið tíðindalítill dagur - er það ekki þannig að engar fréttir séu góðar fréttir?

Þessi mynd var tekin við upphaf gönguferðarinnar í gær, að bænum Hrauni í Öxnadal. Spurning hvort það mætti ekki snyrta grasið aðeins?
Engin ummæli:
Skrifa ummæli
Mér þykir afskaplega vænt um það þegar fólk gefur sér tíma til að skrifa mér nokkrar línur. Ef þú ert ekki skráður notandi (með Google account) hakaðu þá við "Nafnlaus" og skrifaðu bara nafnið þitt undir.
Bestu kveðjur,
Guðný