Smásögur / Ljóð

miðvikudagur, 13. júní 2007

Þrátt fyrir að hafa legið í leti í gær

er ég að drepast úr þreytu og óupplögðheitum í dag. Kannski ég hafi bara verið of mikið úti í sólinni í gær og það sé ástæðan fyrir því hvað ég er lufsuleg í dag. Verð þó að viðurkenna að ég er að drepast úr strengjum eftir æfinguna í fyrradag og það bætir ekki úr skák. Þannig að það saxast lítið á listann sem ég bjó til yfir allt sem ég ætlaði að gera á næstunni, s.s. að fara á bókasafnið og í Bónus, kaupa fleiri sumarblóm og ... (ég er svo sljó í höfðinu í augnablikinu að ég man ekki meira). Er að reyna að herða mig upp í að fara í Bónus því við Valur erum að fara í smá ferðalag á morgun og það þýðir víst ekki að skilja ungana eftir matarlausa í hreiðrinu á meðan. Við ætlum að skella okkur vestur í Dýrafjörð en þar hafa bróðir Vals og mágkona keypt sér gamalt hús sem þau ætla að gera upp. Það verður gaman að koma í þennan landshluta því ég hef aldrei áður komið á Vestfirðina.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Mér þykir afskaplega vænt um það þegar fólk gefur sér tíma til að skrifa mér nokkrar línur. Ef þú ert ekki skráður notandi (með Google account) hakaðu þá við "Nafnlaus" og skrifaðu bara nafnið þitt undir.
Bestu kveðjur,
Guðný