Smásögur / Ljóð
▼
mánudagur, 11. júní 2007
Lét það eftir mér að sofa út í morgun
Svona í tilefni þess að vera í sumarfríi og svaf til að verða tíu. Síðan leið tíminn í nánast algjörri afslöppun fram eftir degi, eða þar til bóndinn ákvað að fara í leikfimi og ég ákvað að drífa mig með honum. Nokkuð sem hefur ekki gerst í rúmlega eitt ár (eða tvö?) en áður en ég datt ofan í sundlaugina (ef svo má að orði komast) hafði ég í nokkuð mörg ár verið með árskort í líkamsræktarstöðinni. Það er orðið ægilega fínt og flott þarna í Átaki og mörg ný tæki. Ég passaði mig á því að fara bara létt í þetta, hef engan áhuga á að vera að drepast úr strengjum og bólgum í vöðvafestum á morgun. En þetta var bara alveg ágætt. Nú er bara spurningin hvort þetta dugar til að koma mér aftur í reglulega leikfimi... Æskilegast væri auðvitað að synda 3-4 sinnum í viku og fara í ræktina 2-3 í viku. Gallinn er bara sá að mér finnst svo rosalega gott að byrja daginn á því að synda, fara í heitan pott, gufu og kalda sturtu. En skynsemin segir mér að það væri gott að fara líka í leikfimi og styrkja bakið og aðra vöðva sem þjálfast ekki í sundinu. O jæja, þetta kemur víst allt í ljós.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli
Mér þykir afskaplega vænt um það þegar fólk gefur sér tíma til að skrifa mér nokkrar línur. Ef þú ert ekki skráður notandi (með Google account) hakaðu þá við "Nafnlaus" og skrifaðu bara nafnið þitt undir.
Bestu kveðjur,
Guðný