Farfuglarnir eru komnir, ekki bara þessir vængjuðu og fiðruðu, heldur líka þessir sem ganga uppréttir á tveimur fótum. Þeir "villast" sumir hverjir inn í búðina til okkar og eru þá ýmist að spyrja til vegar hingað og þangað (eins og fyrirsögn þessa pistils vísar til) eða skoða búsáhöldin. Sumir segjast skoða allar búsáhaldaverslanir sem þeir komist í tæri við enda séu það skemmtilegustu verslunirnar. Hvert svo sem erindið er þá lífga þessir blessaðir túristar uppá tilveruna :-)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli
Mér þykir afskaplega vænt um það þegar fólk gefur sér tíma til að skrifa mér nokkrar línur. Ef þú ert ekki skráður notandi (með Google account) hakaðu þá við "Nafnlaus" og skrifaðu bara nafnið þitt undir.
Bestu kveðjur,
Guðný