Við Valur erum bæði búin að krækja okkur í þessa pesti sem Ísak er með og erum frekar framlág. Ég, sem fæ aldrei hita, ákvað að mæla mig í dag og var með 39,5. Skil samt ekki hvernig það er hægt að vera með svo háan hita en vera samt kalt á tánum...
Annars var Ísak heppinn í dag því vinir hans í öskudagsliðinu komu færandi hendi með fullan poka af öskudagsnammi handa honum. Það fannst mér virkilega fallega gert af þeim :-)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli
Mér þykir afskaplega vænt um það þegar fólk gefur sér tíma til að skrifa mér nokkrar línur. Ef þú ert ekki skráður notandi (með Google account) hakaðu þá við "Nafnlaus" og skrifaðu bara nafnið þitt undir.
Bestu kveðjur,
Guðný