en koma heim úr vinnunni og fá mexíkóskan mat í boði bóndans, borða við kertaljós og þegar búið er að ganga frá, setjast inn í stofu og hlusta á Ali Farka Toure, prjóna nokkrar umferðir og blogga svo? Það gerist ekki betra!
Það var nóg að gera í vinnunni í dag, fólk greinilega komið á fullt í jólagjafainnkaupunum. Eitt það skemmtilegasta við vinnuna eru samskiptin við viðskiptavinina og alltaf er að koma nýtt fólk. Margir hafa aldrei komið áður, sem segir okkur að vikulegu auglýsingarnar í Dagskránni eru að virka. Í gær kom karlmaður (sem ég kannast reyndar við) ásamt konu og dóttur + tengdasyni og hann (karlmaðurinn) sagði að hann væri nú orðinn 53ja ára en hefði aldrei áður eytt matarhlénu sínu í að skoða ostaskera! Í dag komu svo hjón sem voru að leita að jólagjöf handa syni sínum og voru líka að koma í fyrsta sinn. Þau fara alltaf í Kokku þegar þau eru fyrir sunnan og voru ekkert smá ánægð með að það væri komin verslun á Akureyri sem væri með svipaðar (og sömu) vörur. Nú þyrftu þau ekki lengur að fara suður til að kaupa vandaðar vörur í eldhúsið. Þannig að þetta lofar bara góðu :-)
Það var nóg að gera í vinnunni í dag, fólk greinilega komið á fullt í jólagjafainnkaupunum. Eitt það skemmtilegasta við vinnuna eru samskiptin við viðskiptavinina og alltaf er að koma nýtt fólk. Margir hafa aldrei komið áður, sem segir okkur að vikulegu auglýsingarnar í Dagskránni eru að virka. Í gær kom karlmaður (sem ég kannast reyndar við) ásamt konu og dóttur + tengdasyni og hann (karlmaðurinn) sagði að hann væri nú orðinn 53ja ára en hefði aldrei áður eytt matarhlénu sínu í að skoða ostaskera! Í dag komu svo hjón sem voru að leita að jólagjöf handa syni sínum og voru líka að koma í fyrsta sinn. Þau fara alltaf í Kokku þegar þau eru fyrir sunnan og voru ekkert smá ánægð með að það væri komin verslun á Akureyri sem væri með svipaðar (og sömu) vörur. Nú þyrftu þau ekki lengur að fara suður til að kaupa vandaðar vörur í eldhúsið. Þannig að þetta lofar bara góðu :-)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli
Mér þykir afskaplega vænt um það þegar fólk gefur sér tíma til að skrifa mér nokkrar línur. Ef þú ert ekki skráður notandi (með Google account) hakaðu þá við "Nafnlaus" og skrifaðu bara nafnið þitt undir.
Bestu kveðjur,
Guðný